Pavlova a’la Unnur

Þetta er ekki alveg hin klassíska pavlova, heldur smá breytt útfærsla eins og mér finnst góð. Mér finnst marengs með púðursykri svo góður þannig ég nota þannig í bland við venjulegan sykur svo set ég líka smá daím kurl með rjómanum.
Það er ekkert mál að gera botninn deginum áður, en best er að setja rjómakrem og ávexti á bara klst. áður en þetta er borið fram.

 

Pavlova:

Marengs:
6 eggjahvítur
2,5 dl. sykur
1,5 dl. púðursykur
1 tsk. edik
1 /2 tsk. vanilludropar
salt á hnífsoddi
Rjómakrem:
4 dl. rjómi
4 msk. flórsykur
1/2 tsk. vanilludropar
100 gr. karamellukurl eða daím kurl

Ávextir að eigin vali. Gott að hafa t.d. jarðaber, bláber og kíví.

Marengs:

Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykri, púðursykri, ediki, salti og vanilludropum við. Þeytið svo þangað til þetta er orðið stíft og hægt að hvolfa skálinni án þess að þetta renni út. Smyrjið marengsinn á smjörpappír – búið til 26-28 cm. hring (hægt að nota kökuform til að fara eftir). Bakið við 100 °C í 2 klst. Fínt að láta þetta kólna svo í ofninum.

Krem:

Þeytið rjómann og blandið flórsykri og vanilludropum við. Smyrjið honum á marengsinn. Dreifið karamellukurli yfir rjómann. Skerið ávextina niður og dreifið á rjómann.

 

 

Share

No Comments

No comments yet.

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

WordPress Themes