Brownie með súkkulaði fudge

Þessa prófaði ég um daginn þegar mig vantaði eitthvað gott til að bjóða miklum aðdáendum súkkulaðis upp á. Hún kom svo vel út að ég ákvað að henda henni inn á bloggið. Einföld og rosalega góð – og stór kostur að það er ekkert mál að frysta hana, þannig það hægt að útbúa hana fyrr og eiga hana tilbúna þegar kemur að veislu.

Ég gerði smá breytingu á upphaflegu uppskriftinni. T.d. setti ég smá síróp í fudge-ið, því mér finnst það gefa svo gott bragð. En það varð til þess að það varð ekki eins stíft og það hefði átt að vera – en bragðaðist alveg rosalega vel samt. Þannig ég mæli með því 🙂

 

Brownies með súkkulaði fudge:

Fjöldi: sirka 20 bitar.
Ofnhiti: 175°C annað hvort blástur eða undir og yfirhita
Tími: 20-30. Bakstur 20-25 mín. en svo smá bið til að kólna

125 gr. smjör
1,5 dl. sykur
1 dl. púðursykur
1 dl. kakó
salt á hnífsoddi
2 tsk. vanillusykur eða dropar
2 egg
1,5 dl. hveiti

Súkkulaði fudge
1,5 dl. rjómi
200 gr. suðusúkkulaði
1/2 tsk. smjör
(2 msk. síróp – fyrir þá sem vilja hafa þetta aðeins sætara)

 

Aðferð
Stillið ofninn á 175°. Bræðið smjörið í potti. Slökkvið á hellunni og bætið út í sykri, púðursykri, kakó, salti, vanillusykri og eggjum. Hrærið vel og bætið að lokum hveiti út í og hrærið þannig þetta verði slétt.

Setjið smjörpappír í botninn á formi sem er sirka 18 x 25 cm. eða kringlóttu formi sem er 23-24 cm. í þvermál. Smyrjið annað hvort með smjöri eða smá olíu. Hellið deiginu í formið og bakið í miðjum ofni í 20-25 mín. Þegar kakan er tilbúin er hún látin kólna í forminu.

Fudge
Hitið rjómann í potti upp að suðumarki. Slökkvið svo á hellunni og setjið súkkulaðið og smjörið út í. Hrærið  þangað til það er bráðnað og ef þið viljið hafa þetta aðeins sætara má núna bæta sírópinu út í. Athugið að ef sett er síróp verður þetta aðeins mýkra og klessist frekar. Kælið að lokum fudge-ið í ísskáp í sirka klukkutíma. Hrærið í því af og til og passið að það verði bara aðeins þykkara, en ekki alveg stíft.

Losið kökuna úr forminu þegar hún hefur kólnað. Smyrjið svo fudge-inu yfir hana. Leyfið þessu að standa í smá tíma, helst í kæli, þannig að það verði auðveldara að skera án þess að fudge-ið fari út um allt.

Kakan er best með smá rjóma – hún er mjög þétt og með miklu súkkulaðibragði og því þurfa sneiðarnar ekki að vera mjög stórar.

IMG_1682

Share

Karamellusnittur með piparkökubragði

í fyrra gerði ég alveg rosalega einfaldar og góðar karamellusnittur, eða karamellulengjur eins og sumir kalla þær. Ég lofaði þá líka að birta uppskrift að aðeins jólalegri útgáfu af þeim, þ.e. með piparkökubragði. Svo leið tíminn og allt í einu var allt of mikið að gera í jólaundirbúning – þannig það gleymdist algjörlega. Hér kemur loksins uppskriftin – þessar eru rosalega einfaldar, mjög jólalegar og góðar. Slá alltaf í gegn hér á bæ 🙂

Karamellusnittur með piparkökubragði:
Fjöldi: sirka 50-60 stk.
Ofnhiti: 180°C annað hvort blástur eða undir og yfirhita
Tími: undirbúningur 20 mín. Bakstur 12-15 mín.

200 gr. mjúkt smjör
2,25 dl. sykur
4,5 dl. hveiti
3 msk. síróp
2 tsk. matarsódi
2 tsk. vanillusykur (má líka nota vanilludropa)
2 tsk. mulin engifer (í góðu lagi að sleppa)
2 tsk. kanill
1 tsk. mulin kardimomma
2 tsk. mulinn negull

 

IMG_0639Stillið ofninn á 180°C. Blandið öllum hráefnum saman í skál þannig þetta verði að þéttu deigi. Ef smjörið er ekki nógu mjúkt er sniðugt að hnoða þetta í höndunum til að þetta blandist vel.

 

 

IMG_0643Gerið 5-6 rúllur úr deiginu og setjið á ofnplötu með bökunarpappír. Hafið ágætt bil á milli rúllanna því þær fletjast út við baksturinn. Þrýstið smá á þær svo að þær fletjist út. Gerið rendur á þær með gaffli til að fá fallegt munstur.

 

BIMG_0644akið í ofni í 12-15 mín, allt eftir því hversu stökkar þær eiga að vera. Ef þær eru bakaðar stutt verða þær frekar mjúkar og seigar, en ef þær eru bakaðar lengi verða þær frekar stökkar. Þegar þetta er komið úr ofninum eru lengjurnar skornar á ská í sirka 2 cm. breiðar sneiðar. Að lokum er þetta látið kólna áður en þetta er borðað af bestu lyst 🙂 Þessar smákökur geymast best í lokuðu íláti.

IMG_0717

Share

Fljótleg berja- / ávaxtakaka

Ég rakst á þessa uppskrift á sænskri síðu og leist strax vel á hana. Það sem heillaði fyrst og fremst var það hve fljótleg og einföld hún er. Það tók mig ekki nema 10 mín að hræra deigið, koma því í formið og inn í ofn í fyrsta skipti sem ég bakaði hana. Hráefnin eru líka einföld og almennt eitthvað sem er alltaf til heima hjá mér og svo má leika sér aðeins með ávextina. Hér að neðan í minni útgáfu af uppskriftinni nota ég hindber, en það má nota ýmislegt annað. T.d. rabbabara, epli sem búið er að velta upp úr kanil og sykri, bláber eða bara það sem manni dettur í hug. Þetta hentar vel með kaffinu eða sem eftirréttur. Gott að hafa þeyttan rjóma eða jafnvel vanilluís með.

 

Fljótleg hindberjakaka

Tími: Undirbúningur 10 mín – bakstur 30 mín
Hiti: 175°C
75 gr. smjör
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. vanilludropar
2 dl. sykur
2 egg
2,5 dl. hveiti
2 dl. frosin hindber (eða aðrir ávextir)

Smjörið er brætt í potti. Þegar það er alveg bráðið er slökt á hellunni og lyftidufti, vanilludropum, sykri, eggjum og hveiti bætt út í. Hrært saman þannig að þetta blandist vel. Það þarf ekki að þeyta neitt, heldur er alveg nóg að hræra bara með sleif eða álíka.

IMG_1302Smelluform, eldfast mót eða bökuform (eða annað sambærilegt) er smurt með smjöri eða olíu. Ef það á að taka kökuna úr forminu og bera fram á kökudisk er gott að nota smjörpappír í botninn. Deigið sett í formið og dreift úr því ef þess þarf. Að lokum er berjunum dreift yfir deigið. Passa að dreifa vel úr þeim.

Kakan er svo bökuð í 175°C í 30 mín. Það er gott að stinga prjón í miðjuna til að fullvissa sig um að hún sé fullbökuð áður en hún er tekin úr ofninum. Best er að bera hana fram heita, eða volga með þeyttum rjóma.

IMG_1310

Share

Ótrúlega einfalt pottabrauð með stökkri skorpu

Ég elska nýbökuð brauð, ennþá heit þannig smjörið bráðnar og osturinn mýkist smá. Eini gallinn er að það tekur svo langan tíma að baka brauð. Þau þurfa að hefast og svo framvegis. Þess vegna finnst mér æðislegt að það séu til uppskriftir sem gera ráð fyrir því að maður geri deigið að kvöldi til, láti það hefast yfir nóttu og bakir svo um morguninn. Þessi uppskrift er svoleiðis, auk þess sem það þarf ekkert að hnoða þetta deig. Brauðið er bakað í potti inn í ofni (hægt að nota hvaða pott sem er svo framarlega sem hann má fara inn í ofn – s.s. engin plasthandföng) og verður það til þess að skorpan verður ótrúlega stökk og góð en brauðið mjúkt og gott inní. Það má líka leika sér aðeins með þessa uppskrift og bæta út í hana einhverju bragðbætandi eins og rifnum osti, kryddi, rúsínum eða já hverju sem manni dettur í hug. Þetta brauð hentar vel bara með smjöri og osti, en er líka ótrúlega gott með pestó og gott að bera fram með súpum.

 

Pottabrauð:

Tími: 15 mín undirbúningur kvöldið áður 30 mín hefast á borðinu + 45 mín í ofni
Hiti: 230°C

7,5 dl. hveiti
1 tsk. salt
1/2 tsk. þurrger
4 dl. vatn
1-2 dl. af rifnum osti eða öðru bragðbætandi t.d. venjulegur eða mexikóostur, sólþurrkuðir tómatar eða hverju sem manni dettur í hug.

IMG_1170Þurrefnum er blandað saman í vel rúmri skál og því næst er vatninu og osti eða öðru þ.h. bætt við og blandað með sleif. Þetta á að vera blautt – svolítið eins og þykkur grautur. Það þarf ekki að hnoða, heldur er nóg að hræra kröftulega til að allt blandist vel saman.

 

IMG_1172Þegar búið er að blanda þessu vel er plastfilma sett yfir skálina og hún látin standa (alls ekki í kæli) í lágmark 12 klst.

 

 

 

IMG_1180

Þegar deigið hefur fengið að hefast í 12-18 klst. er hveiti sett á borð og deiginu hvolft á það. Deigið er mótað eins og hægt er í kúlu, hún þarf alls ekki að vera fullkomin. Gott er að vera með nóg af hveiti á höndum og borði því þetta getur klístrast. Þegar búið er að móta þetta er plastfilman sett yfir og þetta látið standa svona í 30 mín.

IMG_1189Á meðan beðið er eftir deiginu er kveikt á ofninum og potturinn settur inn til að hann hitni. Það er hægt að nota hvernig pott sem er, svo framarlega sem hann þolir að fara í ofninn. Ég hef sjálf notað stálpott, teflon pott úr Ikea og svo pott úr steipujárni – allt þetta hefur dugað. Eftir 30 mín er potturinn tekinn út – ath. hann er MJÖG heitur- og deigið sett í pottinn. Lokið er svo sett á og potturinn settur inn í ofninn.

 

IMG_1197Brauðið er bakað í 30 mín, en þá er lokið tekið af pottinum og brauðið bakað í 15 mín. í viðbót án loks. Þá fær það fallegan lit og skorpan verður enn betri. Þegar brauðið er tilbúið er það tekið úr ofninum og úr pottinum og látið kólna í smá stund áður en það er borið fram.

 

 

IMG_1203

 

 

Share

Mexikósk baka – lkl

Mexikósk baka eins og þessi er í miklu uppáhaldi hér á bæ. Einföld, ódýr og allir í fjölskyldunni borða hana (ég nota ekki chili út af strákunum mínum). Þessa dagana er ég hins vegar að reyna að borða minna af kolvetnum og þess vegna ákvað ég að prófa að gera lágkolvetna útgáfu. Hún kom alveg svakalega vel út og enginn fann muninn. Þannig ég ákvað að skella inn uppskriftinni hérna, þrátt fyrir að hún sé í raun mjög svipuð og upprunalega uppskriftin.

Mexikósk lágkolvetna tacobaka:

Deig:
3,5 dl. möndlumjöl
1 msk. husk (má sleppa, en þá þarf meira möndlumjöl)
50 gr. smjör
1 tsk. paprikuduft
1/4 tsk. salt
1 egg

Hakkfylling:
500 gr. nautahakk
1 laukur
3 hvítlauksrif
2 dl. vatn
1 lítil dós, eða 2-3 msk. tómatpúrra
2-3 msk. chilisósa (t.d. frá Heinz – en þessu má sleppa og nota frekar hálfa dós af niðursoðnum tómötum eða annað sem er ekki jafn kolvetna ríkt og chilisósan)
2 tsk. chiliduft (sleppið eða minnkið ef þetta á ekki að vera mjög sterkt)
2 tsk. cumin
2 tsk. kóríanderduft
1 msk. sojasósa
1-2 tsk. salt

Ostafylling:
2-3 Tómatar, eða eitt box af kirsuberjatómötum
1 dós, eða sirka 2 dl. sýrður rjómi
3-4 msk. rjómaostur
150 gr. rifinn ostur

Byrjið á að gera deigið, því það þarf smá tíma til að standa og svo til að forbakast áður en fyllingin er sett í það. Skerið smjörið í litla teninga og hnoðið það saman við möndlumjöl, husk, salt og paprikuduft. Þegar þetta er orðið að mulningi er egginu bætt út í og hnoðað saman þannig úr verði þétt deig. Ef deigið er of blautt er minnsta mál að bæta við meira möndlumjöl eða kókoshveiti jafnvel. Þrýstið deiginu svo í bökuform eða annað eldfast mót. Stingið með gaffli hér og þar í botninn og látið deigið standa í smá stund (fínt ef hægt er að setja það í ísskáp á meðan). Bakið svo í 225 °C í sirka 10 mín.

Skerið laukinn smátt og pressið eða hakkið hvítlaukinn fínt, steikið svo ásamt hakkinu þar til hakkið er gegnumsteikt. Bætið vatni, tómatpúrru, chilisósu, sojasósu og kryddum út í og látið sjóða í 10-15 mín, eða þar til vatnið hefur að mestu gufað upp. Gott að smakka þetta til og bæta e.t.v. salti eða öðru kryddi við eftir smekk.

Hrærið sýrðum rjóma, rjómaosti og rifnum osti saman. Skerið tómatana í bita (í helminga ef kirsuberjatómatar) og dreifið yfir hakkið. Dreifið svo ostablandinu yfir tómatana.

Bakið svo í 200 °c í 20 mín, eða þar til ostablandið hefur fengið fallegan lit.

Gott að bera fram með fersku salsa, salati , sýrðum rjóma, avocado í bitum, guacamóle eða því sem ykkur dettur í hug hverju sinni.

Share

Himnesk karamellusósa

Ég reyni alltaf að gefa eitthvað heimagert með jólapökkunum, sérstaklega sniðugt fyrir þá sem eiga allt – t.d. ömmur og afar. Síðustu jól langaði mig að gera eitthvað nýtt, en fyrri ár hefur heimagert konfekt og heimaberður brjóstsykur fengið að fljóta með gjöfunum. Þetta árið ákvað ég að gera sítrónumarmelaði og heimagerða karamellusósu. Ég prófaði nokkrar uppskriftir af karamellusósu og breytti og bætti og endaði með því sem að mínu mati er hin fullkomna karamella. Einföld, góð og hentar með ýmsu – t.d. á kökur, á ís, á aðra eftirrétti, út í kaffidrykkinn og svona gæti ég haldið áfram lengi. Þessa karamellusósu má geyma í sirka 2 vikur í lokuðu íláti inn í ísskáp – þannig það hentar einstaklega vel að útbúa jafnvel tvöfalda uppskrift og eiga svo afgangana inn í ísskáp fyrir seinni tilfelli 🙂

 

Karamellusósa:

Magn: sirka 2-3 dl. 
Tími: sirka 60 mín

2,5 dl. sykur
1 dl. vatn
1,5 dl. rjómi
1/2 tsk. salt
1 tsk. vanilludropar
IMG_0907Vatnið og sykurinn er sett í pott og hrært aðeins til að þetta blandist, en eftir það er mikilvægt að hræra ekkert á meðan þetta mallar. Potturinn er settur á helluna á miðlungshita (eða rétt undir miðlungs, hjá mér var ég með þetta á 4, en 9 er hæst). Þarna er þetta látið malla ÁN ÞESS AÐ HRÆRA þangað til þetta verður gullinbrúnt á litinn. Þetta á ekki að bullsjóða, heldur bara rétt malla þannig það komi “bubblur”. Þetta getur tekið alveg 15-20 mín, jafnvel aðeins lengur. Á meðan er sniðugt að blanda saman rjóma, salti og vanilludropum.

 

IMG_0910Þegar sykurinn er orðinn gullinbrúnn á litinn þá er þetta tekið af hellunni og rjómablöndunni helt út í. Núna er mikilvægt að hræra vel þannig rjóminn blandist við sykurinn. Það getur verið að sykurinn kristallist að einhverju leyti, en þá er um að gera að hræra enn meira og láta hitann bræða hann aftur.

 

IMG_0913Þegar þetta hefur blandast ágætlega er þetta sett aftur á helluna, en hitinn lækkaður niður í mjög lágan, jafnvel lægsta hitann (ég stillti á 2 hjá mér) og þetta látið malla þangað til þetta er orðið slétt og fínt og farið að þykkna aðeins. Passið að hræra reglulega og fylgjast vel með svo þetta brenni ekki. Því lengur sem þetta fær að malla því þykkari verður karamellusósan. Ég lét þetta malla í u.þ.b. 10-15 mín og fékk góða þykka karamellusósu. Athugið að þegar sósan kólnar þá þykknar hún enn meira – þannig það er ekki mikið að marka það hvernig hún er þegar hún er heit.

Svo er bara að skella í hreina krukku, eða annað ílát, ef það á að geyma þetta.

IMG_0944

Share

Karamellusnittur – stökkar en samt pínu mjúkar í miðju

Í dag rakst ég á sænska umfjöllun þar sem minnst var á klassíska sænska karamellu”bita”. Þetta eru smákökur sem eru stökkar að utan en seigar í miðjunni, ótrúlega einfaldar en alveg hrikalega bragðgóðar.
Ég bara varð að prófa að baka svona til að rifja upp gamlar minningar – og ég varð heldur betur ekki fyrir vonbrigðum. Ekki nóg með að þetta er alveg svakalega gott og erfitt að klára þetta ekki allt í einu, þá er uppskriftin svo rosalega einföld og fljótleg. Hér kemur uppskriftin – ég ætla svo að gera tvær tegundir í viðbót á næstu dögum, þ.e. með súkkulaðibragði og með piparkökubragði.

Karamellusnittur:
Fjöldi: sirka 50-60 stk.
Ofnhiti: 180°C annað hvort blástur eða undir og yfirhita
Tími: undirbúningur 20 mín. Bakstur 12-15 mín.

200 gr. mjúkt smjör
2,25 dl. sykur
4,5 dl. hveiti
2 msk. síróp
2 tsk. matarsódi
2 tsk. vanillusykur (má líka nota vanilludropa)
2 tsk. mulin engifer (í góðu lagi að sleppa)

 

IMG_0639Stillið ofninn á 180°C. Blandið öllum hráefnum saman í skál þannig þetta verði að þéttu deigi. Það er gott að setja engifer, en alls ekki nauðsynlegt. Ef smjörið er ekki nógu mjúkt er sniðugt að hnoða þetta í höndunum til að þetta blandist vel.

 

IMG_0643Gerið 5-6 rúllur úr deiginu og setjið á ofnplötu með bökunarpappír. Hafið ágætt bil á milli rúllanna því þær fletjast út við baksturinn. Þrýstið smá á þær svo að þær fletjist út. Gerið rendur á þær með gaffli til að fá fallegt munstur.

 

BIMG_0644akið í ofni í 12-15 mín, allt eftir því hversu stökkar þær eiga að vera. Ef þær eru bakaðar stutt verða þær frekar mjúkar og seigar, en ef þær eru bakaðar lengi verða þær frekar stökkar. Þegar þetta er komið úr ofninum eru lengjurnar skornar á ská í sirka 2 cm. breiðar sneiðar. Að lokum er þetta látið kólna áður en þetta er borðað af bestu lyst 🙂 Þessar smákökur geymast best í lokuðu íláti.

IMG_0717

Share

Súkkulaðirúlluterta með bananarjóma

Súkkulaðibananarúllutertan hjá Bakarameistaranum hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og ég var því heldur betur ánægð þegar mér tókst að baka svipaða, eiginlega betri og meira djúsí, köku sjálf. Núna hef ég gert sömu uppskriftina í 3 veislum og þetta er ein af þeim kökum sem klárast alltaf. Hún er frekar einföld og ég læt fylgja góðar myndir af bakstursferlinu. Ég get ímyndað mér að það sé gott að setja t.d. jarðaber eða hindber í staðinn fyrir banana í kremið – en hef þó ekki prófað það sjálf enn sem komið er.

 

Bananarúlluterta:

Ofnhiti: 180°C annað hvort blástur eða undir og yfirhit
Tími: Undirbúningur 20 mín – bakstur 15 mín – kólnun og kremgerð 1 klst. og svo 10 mín til að klára

Tertudeig:
5 egg (aðskilin í eggjarauður og hvítur)
1 og 3/4 dl. sykur
200 gr. suðusúkkulaði
2-3 tsk. skyndikaffiduft (fer efitr því hversu sterkt kaffibragð á að vera – þessu má líka sleppa)
3/4 dl. heitt vatn
1/4 tsk. salt

Krem:
3 dl. rjómi
2 bananar
100 gr. suðusúkkulaði
1 tsk. vanilludropar

Aðferð:
IMG_9646Byrjið á því að leysa kaffið upp í heita vatninu. Bræðið súkkulaðið, annað hvort yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni (passið að brenna ekki, hita smá stund og hræra og hita svo aftur). Blandið saman kaffi og súkkulaði og látið standa á meðan restin er kláruð. Aðskiljið eggjarauður varlega frá hvítunum og þeytið rauðurnar með sykrinum þar til þetta er orðið ljóst og létt.

IMG_9648Þeytið svo eggjahvíturnar ásamt saltinu í annarri skál þangað til eggjahvíturnar eru orðnar stífþeyttar.

 

 

 

IMG_9650Blandið því næst súkkulaðiblöndunni varlega saman við sykur- og eggjablönduna. Næst er báðum blöndunum blandað varlega saman. Best að nota sleif eða sleikju til þess.

 

 

IMG_9652Setjið smjörpappír á ofnplötu. Mér finnst gott að spreyja eða smyrja smá olíu á smjörpappírinn, en passa að setja bara mjög lítið. Hellið deiginu á pappírinn og dreifið úr því þannig það þekji alla plötuna. Bakið svo í 15 mín í 180°C.

 

IMG_9658Þegar kakan er tekin út er rakt viskustykki lagt yfir hana og hún látin standa þannig í sirka 1 klst. Þetta er gert til að hún verði ekki of stökk til að hægt sé að rúlla henni. Á meðan er hægt að útbúa bananakremið. Þeytið rjómann ásamt vanilludropum og bræðið svo súkkulaðið annað hvort yfir vatnsbaði eða í örbylgjunni (alltaf varlega því það er auðvelt að brenna súkkulaði í örbylgjunni). Stappið banana frekar gróflega og blandið að lokum þeim ásamt súkkulaðinu saman við rjómann. Ekki hræra of mikið, heldur er best ef súkkulaðið blandist ekki alveg við rjómann.

IMG_9661Þegar þetta er tilbúið er tertubotninum snúið við þannig að hann liggi ofan á viskustykkinu. Dragið smjörpappírinn mjög varlega af. Setjið bananablönduna á botninn og dreifið vel úr henni. Notið svo viskustykkið til að ná að rúlla þessu upp. Komið svo rúllutertunni fyrir á því fati sem á að bera hana fram á og sigtið smá flórsykur yfir hana alla.

IMG_9081

Share

Ferskt ítalskt salat með hráskinku

Ég er forfallinn hráskinku aðdáandi og sérstaklega þegar henni fylgir annað ítalskt góðgæti eins og parmesanostur. Þar sem ég er að prófa mig áfram á lágkolvetnamataræðinu þá ákvað ég að reyna að búa til eitthvað djúsí og gott salat sem hentar því vel. Útkoman varð það góð að ég gæti borðað þetta í öll mál. Og það besta er, er að þetta er ótrúlega einfalt – og ekkert mál að eiga allt hráefni til í ísskápnum og útbúa þetta þegar aðrir á heimilinu fá eitthvað kolvetnaríkara.

Hér er uppskriftin, en það er tilvalið að bæta því við sem hver vill. T.d. get ég ímyndað mér að það sé gott að setja ólífur í þetta líka.

Ferskt ítalskt salat með hráskinku:
Dugar fyrir 1
Tími: 15 mín

Klettasalat (ruccola) (magn fer eftir smekk, ég nota tæplega hálfan poka í einn skammt fyrir mig)
3-4 sneiðar af hráskinku
ferskur mozzarellaostur ( best að nota litlu kúlurnar, en oft nota ég 1/3 af stórri kúlu sirka og sker bara í litla bita)
ferskur parmesan
3-5 konfekt – eða kirsuberjatómatar
sólþurrkaðir tómatar eftir smekk
fersk basilika (má sleppa, en gerir ótrúlega gott bragð)
2 tsk. grænt pestó

Aðferð:
Klettasalatið er skolað og sett á disk. Mozzarellaostinum er stráð yfir, tómatarnir skornir í “báta” og settir yfir og svo er hráskinkan rifin niður og sett yfir allt saman. Sólþurrkuðu tómatarnir eru skornir smátt niður og bætt út í salatið. Pestóinu er dreift eins og hægt er (ég set bara smá klessur hér og þar) yfir allt saman og basilikan hökkuð smátt og sett yfir. Að lokum er ferskur parmesan rifinn yfir.

Ef maður er ekki að spá í kolvetnum er gott að fá sér hvítlauksbrauð með þessu.

IMG_0438

Share

LKL skyrterta / Ostadessert

Þessi kolvetnaskerta uppskrift er í algjöru uppáhaldi. Það er hægt að nota hana og gera ostaköku, eða ostadessert í litlum skálum, eða hreinlega fá sér sem morgunmat – með eða án hindberjasultunnar. Ég hef t.d. fengið mér kurlið ofaná sykurlaust skyr – í staðinn fyrir morgunkorn eða müslí.

Uppskriftirnar fyrir kurlið og hindberjasósuna eru frekar ríflegar og duga fyrir fleiri en ég gef upp hér að neðan. Það má minnka uppskriftirnar aðeins, en sjálfri finnst mér betra að hafa þær svona og eiga þá afgang.

Mæli svo sannarlega með þessari 🙂

Ostadessert / ostakaka / lúxus morgunmatur:

Dugar fyrir sirka 4 (kurlið og hindberjasósa dugar fyrir fleiri)
Tími: 30-45 mín

Kurl/Botn:
50 gr. brætt smjör
1,5-2 dl. möndlumjöl
hakkaðar pecanhnetur (magn eftir smekk – má líka sleppa)
örlítið sætuefni (stevía eða sukrin eða annað, best að smakka til – en það má líka sleppa þessu)
Kanill (eftir smekk – má líka sleppa)

Þessu er blandað saman og dreift á bökunarplötu og svo inn í ofn á 175°C í sirka 15-20 mín, eða þangað til þetta fær smá lit (passa bara að þetta brenni ekki). Það má setja aðrar tegundir af hnetum og gróf hakkaðar möndlur jafnvel. Leyfa svo að kólna. Þetta geymist vel í lokuðu íláti – mjög gott að eiga þetta og nota t.d. út á sykurlaust skyr.

Hindberjasósa
250 gr. frosin hindber
2-3 msk. sukrin/erythritol sætuefni ( má nota annað líka – best að smakka bara til ) – Ath. ef notaðir eru stevia dropar þarf bara örfáa dropa.

Hindberin sett í pott og hituð ásamt sætuefninu. Smakka til, sumir vilja hafa þetta mjög sætt en aðrir kannski aðeins súrara. Ef þetta verður of þykkt má þynna með smá vatni.  Leyfa svo að kólna.

Rjóma/osta/skyr blanda
Ég er búin að prófa þrjár útáfur, hér koma þær. Ef það á að nota þetta t.d. til að gera ostaköku í fati þá er betra að tvöfalda uppskriftirnar svo þetta dugi betur. En ef þær eru ekki tvöfaldaðar þá dugar þetta fyrir 3-4 skammta.

Útgáfa 1 (þessi er með meira ostabragði):
2 dl. grísk jógúrt
100 gr. rjómaostur
Smá rjómi til að þynna
Sætuefni (ég nota smá stevíu)

Hræra öllu saman og smakka til með sætuefninu.

Útgáfa 2 (svipaður og skyrkaka):
2-3 dl. Vanillu skyr.is (hér mætti líka nota hreint skyr og svo sætuefni, t.d. stevíu með bragði)
2-3 dl. Þeyttur rjómi
2-3 msk. Grísk jógúrt

Þessu er öllu blandað saman. Í rauninni mætti sleppa jógúrtinni, en mér fannst þetta allt of sætt án hennar.

Útgáfa 3 (einföld, en mjög bragðgóð):
2-3 dl. sykurlaust skyr.is, t.d. vanillu eða melónur og ástaraldin  (hér mætti líka nota hreint skyr og svo sætuefni, t.d. stevíu með bragði)
2-3 dl. grísk jógúrt
2-3 msk. rjómi til að þynna

Allt hrært saman, rjóminn notaður til að þynna aðeins svo þetta verði ekki of þykkt.

Þegar búið er að gera kurlið, sultuna og ostablönduna er komið að því að setja þetta saman. Þá er hægt að fara nokkrar leiðir.

Ef það á að gera ostaköku er kurlið sett í botninn á fati og þjappað svolítið. Í þessu tilfelli mætti setja aðeins meira smjör og hafa þetta aðeins blautara svo að þetta þéttist betur. Því næst er ostablandan sett ofaná og að lokum er hindberjasósunni dreift yfir.

Það má líka gera þetta bara í glös eða skálar.  Setja kurlið á botninn, svo ostablönduna og svo hindberjasósu og svo jafnvel gera annað lag með kurli og svo framvegis.  Kæla svo í smá stund áður en þetta er borið fram.

Maður stjórnar því svo bara sjálfur hvað maður setur mikið af hverju. En kurlið og sósan dugar allavegana fyrir 6-8 skammta, hins vegar duga rjómablöndurnar aðeins minna og betra að tvöfalda uppskriftirnar ef þetta á að duga fyrir marga.

skyrdessert

Share

Sveppasúpa með kókosmjólk

Þessi sveppasúpa er mjög einföld og alveg rosalega bragðgóð. Kókosmjólkin gefur svo gott bragð og fyllingu. Í uppskriftinni er ekki neitt hveiti eða álíka til að þykkja súpuna. Hún hentar því vel þeim sem eru á lágkolvetnafæði sem er svo vinsælt núna 🙂
Ég vil ekki hafa súpur of þykkar og sumum myndi jafnvel finnast þessi súpa aðeins of þunn, en þá er lítið mál að bæta bara við meiri rjóma og sjóða aðeins lengur. Þá þykknar hún aðeins. Svo er alltaf hægt að hrista smá vatn og hveiti saman og hella út í til að þykkja hana.

 

Sveppasúpa með kókosmjólk:

Dugar fyrir sirka 4
Tími: 30-45 mín

1 box af sveppum (má vera meira ef maður vill mikið af sveppum)
1 laukur
2-3 hvítlauksrif
50 gr. smjör
smá búnt graslaukur (má sleppa eða nota þurrkaðan graslauk)
800 ml. vatn
2 teningar af grænmetiskrafti
1 dós kókosmjólk
1 dl. rjómi eða mjólk

 

Aðferð:

Laukur, graslaukur og hvítlaukur er skorinn smátt og steiktur í smjörinu. Sveppirnir eru skornir í sneiðar og settir út í þegar laukurinn er farinn að mýkjast vel. Þegar sveppir eru orðnir vel steiktir er vatni bætt út í og grænmetisteningum. Að lokum er kókosmjólkinni bætt út í og svo smá rjóma eða mjólk. Þetta er svo látið malla í smá stund eða þangað til þetta er hæfilega þykkt.

Til að hafa súpuna enn þykkari er hægt að setja meiri rjóma eða gera hveitiblöndu (hrista saman vatn + smá hveiti) og þykkja með því.

IMG_0188

Share

Mjúkir kanilsnúðar

Þegar ég bjó úti í Svíþjóð voru þessir snúðar eitthvað sem var alltaf til í frystinum. Mamma bakaði þá reglulega og þeir voru alltaf jafn góðir, sérstaklega nýbakaðir beint úr ofninum. Kanilsnúðar eru eitthvað voðalega sænskt fyrir mér, enda elska Svíar þá og þeir eiga meira að segja sinn eigin dag – “dagur kanilsnúðsins” sem er alltaf þann 4. október. Það verða samt að vera mjúkir snúðar, þessir gamaldags hörðu sem hafa verið vinsælir hér á Íslandi þekkjast ekki í Svíþjóð.

Hér kemur uppskriftin hennar mömmu að þessum dásamlegu mjúku kanilsnúðum.

 

Mjúkir kanilsnúðar:
40 snúðar
Ofnhiti 230-240°C
Tími: undirbúningur 20 mín, hefun 45 mín, fletja út og vinna snúðana 30 mín, hefun nr. 2 30-40 mín og bakstur 5-10 mín

Deig:
150 gr. smjör
½ l. mjólk
50 gr. pressuger eða einn pakki af þurrgeri (12 gr.)
1 dl. Sykur
½ tsk. Salt
900-950 gr. Hveiti (ca. 1,5 l. )
2 tsk. Mulin kardimomma eða kardimommuduft (má sleppa, en mér finnst þetta gefa snúðunum svo gott bragð)

Fylling:
100 gr.  Smjör
1 dl sykur
2 msk.  Kanill
Egg til að pensla með

Súkkulaðibráð:
Suðusúkkulaði
smá síróp (sirka 1 msk. fyrir hverja plötu af suðusúkkulaði)
örlítið af rjóma

Aðferð:

IMG_0194Smjörið er brætt, mjólkinni bætt út í og hitað í 37°C. Þessu er svo hellt í skál og gerið mulið útí. Blanda vel þannig að gerið leysist upp. Hveiti, sykur og salt (og kardimomma) sett útí mjólkina og hnoðað vel. Það er fínt að setja ekki alveg allt hveitið út í strax, og bæta frekar út í ef deigið er of blautt. Deigið er svo látið hefast í sirka 45 mín.

IMG_0197Á meðan er fínt að útbúa fyllinguna. En til að það sé auðveldast að blanda þessu saman hita ég smjörið alltaf smá í örbylgjunni til að mýkja það. Svo er sykri og kanil bætt út í og hrært saman.

 

 

IMG_0204Þegar deigið er búið að tvöfalda stærð sína er hveiti stráð á borðplötuna og deigið tekið úr skálinni og hnoðað aðeins. Því næst er því skipt upp í 4 hluta. Hver hluti er svo flattur út í ferhyrning (sirka 20×30 cm.) og svo er fyllingin smurð á og rúllað saman.

 

IMG_0209Svo er hver rúlla skorin í 10 sneiðar og sneiðarnar settar á plötu. Mér finnst best að nota muffins form fyrir snúðana. Þannig halda þeir sér betur saman í staðinn fyrir að gliðna í sundur. En það er líka í góðu lagi að setja þá bara beint á bökunarpappírsklædda plötu. Snúðarnir stækka töluvert í viðbót, þannig það þarf að passa að hafa nóg bil á milli þeirra.

IMG_0217Þegar þeir eru allir komnir á plötur þá eru þeir látnir hefast í 30-40 mín. í viðbót. Að lokum eru þeir penslaðir með hrærðu eggi bakaðir í 5-10 mín á 230-240° í miðjum ofni. Það þarf að fylgjast mjög vel með snúðunum því þeir eru fljótir að bakast.

 

Þegar búið er að taka snúðana út úr ofninum er fínt að gera súkkulaðibráðina á meðan þeir kólna. Ef maður vill frekar venjulegan glassúr (flórsykur, kakó, vatn) er það líka í góðu lagi. Svo er súkkulaðið sett ofaná og þá eru þeir tilbúnir. Það er í góðu lagi að frysta snúðana, en ég myndi sleppa súkkulaðinu þá og setja það frekar á þegar þeir eru þýddir.

IMG_0236


IMG_0242

Share

Pepperóní og sveppapasta

Ég elska góða pastarétti og þá sérstaklega þá sem tekur ekki langan tíma að elda. Oft verða svoleiðis réttir fyrir valinu um helgar þegar okkur langar í eitthvað gott og erum lítið að spá í hollustunni. Þessi uppskrift er alveg rosalega bragðgóð. Hún er ekki með rjóma en er samt alveg rosalega djúsí og góð. Það er þó mikilvægt að nota fersk hráefni í hana; ferska tómata og sveppi, ferska basiliku og ferskan parmesan.

Pasta með pepperóní, sveppum og tómötum:

Dugar fyrir sirka 4
Tími: Undirbúningur: 30 mín, eldun: 30 mín

 
350-400 gr. gott pasta að eigin vali
3 msk. olía
50 gr. smjör
6-7 hvítlauksrif
2 box af sveppum (400-500 gr.)
2 box af kirsuberjatómötum eða sirka 500 gr. af tómötum.
200 gr. pepperóní
Búnt af ferskri basiliku
4 msk. balsamic edik
100-150 gr. parmesan ostur
salt og pipar

Fyrir þessa uppskrift er best að undirbúa hráefnið áður en byrjað er að elda. Merjið eða skerið hvítlaukinn smátt. Skerið sveppina í grófar sneiðar og skerið kirsuberjatómatana í tvennt (eða í sambærilega bita ef þið eruð með stærri tómata). Pepperóníið er skorið frekar smátt. Ég nota oft pepperóní enda sem eru seldir aðeins ódýrari en eru alveg jafn góðir. Sker þá svo í hæfilega stóra teninga. Basilikan er skorin gróft og parmesan osturinn rifinn frekar gróft.

Pastað er eldað skv. leiðbeiningum. Á meðan það er að sjóða er sósan útbúin.

Hitið olíuna á stórri pönnu. Steikið hvítlaukinn í olíunni og bætið svo smjörinu við. Þegar smjörið er bráðið er sveppunum bætt við. Steikið þá í smá stund og bætið svo pepperóní við. Tómötum og meirihluti basilikunnar er svo bætt við (geymið smá til að dreyfa yfir í lokin). Látið malla í smá stund eða þangað til tómatarnir eru farnir að mýkjast. Þá er balsamic edikinu bætt út í og sirka 2/3 af parmesan ostinum (geymið afgangin til að setja yfir í lokin). Þegar þetta hefur blandast vel er pastanu bætt út í og blandað saman. Ef þetta er of þurrt má hafa smá vatn af pastanu með til að bleyta upp í þessu.

Að lokum er pastað sett á diska og smá basiliku og osti  dreyft yfir. Gott að bera fram með góðu salati og hvítlauksbrauði.

 

IMG_0176[1]

Share

Banana- og perumauk

Strákurinn minn er algjör mathákur og hakkar flest allt í sig – en í sérstöku uppáhaldi eru ávaxtamaukin eins og banana og perumaukið. Mér finnst svo gott að eiga alls konar maukaða ávexti í frystinum til að setja út í grautinn á morgnanna. Þegar ég fer að gefa venjulegan hafragraut er einmitt gott að nota svona til að gera hann næringarríkari en líka til að kæla grautinn ef hann er of heitur. Maukið hentar best að nota út í grauta. Það er líka hægt að gefa það eitt og sér – en það verður frekar þunnt og fljótandi og því getur verið erfitt að gefa það þannig. Mikill kostur að það er mjög einfalt að útbúa það. Það þarf ekki að sjóða neitt, bara afhýða og mauka.

Banana- og perumauk:

Hentar frá 6 mánaða
Geymist í 1 mánuð í frysti eða 1 dag í lokuðu íláti í ísskáp.

2 bananar
2 vel þroskaðar perur

Afhýðið ávextina og skerið kjarnan úr perunum. Maukið allt saman annað hvort með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
Hægt að frysta t.d. í ísmolaboxum eða stærri boxum.

 

IMG_9818

Share

Kanilkaka með súkkulaðidropum

Í Svíþjóð er s.k. “Sockerkaka” ótrúlega vinsælt fyrirbæri – bein þýðing á íslensku er “Sykurkaka”, en þetta er í raun bara klassísk sandkaka. En svona kökur eru til í ótrúlegustu útfærslum í Svíþjóð. T.d. er eplakakan sem ég er með á síðunni í raun svona kaka, en með eplum. Svíar elska líka kanil og allt með kanil í, t.d. kanilsnúða (sem eiga meira að segja sinn eigin dag þarna úti, “dagur kanilsnúðsins”) og að sjálfsögðu er til útfærsla af sandkökunni með kanil í.
Þar sem kanill og súkkulaði fara einstaklega vel saman ákvað ég að prófa að bæta súkkulaði út í hana og útkoman var alveg ótrúlega góð. Hér kemur uppskriftin, en athugið að það er í góðu lagi að sleppa súkkulaðinu og þá er þetta orðin bara klassísk kanilkaka.

Kanilkaka með súkkulaði:

Tími: 65 mín (15 mín undirbúningur, 50 mín bakstur)
Hiti: 175°C

175 gr. mjúkt smjör
2 egg
4 1/2 dl. hveiti
2 1/2 dl. sykur
3 dl. súrmjólk eða AB-mjólk
2 tsk. vanilludropar
1 msk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
150 gr. súkkulaðidropar eða hakkað súkkulaði

kanilsykur:
1 1/2 dl. sykur
1 1/2 msk. kanill

Stillið ofninn á 175°C. Smyrjið kökuformið vel. Ég nota kringlótt lausbotna form sem er sirka 26 cm. í þvermál, en það má nota hvaða form sem er.

IMG_9796Setjið smjörið og sykurinn í skál og þeytið þangað til áferðin verður létt og ljós. Þetta getur tekið smá stund, en það er mikilvægt að þeyta nógu lengi því annars verður kakan ekki jafn mjúk og góð.

Bætið einu eggi í einu út í og hrærið á milli. Súrmjólk, vanilludropum og þurrefnum er svo blandað út í og hrært varlega saman. Alveg nóg að hræra bara þangað til þetta er orðið vel blandað saman. Að lokum er súkkulaðinu bætt út í og hrært aðeins til að  þeir dreifist um deigið.

Kanilsykurinn er svo útbúinn í sér skál. Sykrinum og kanilnum er einfaldlega hrært vel saman.

Setjið sirka helming af deiginu í formið og dreifið úr því. Stráið 2/3 af kanilsykrinum yfir og setjið svo afganginn af deiginu yfir. Stráið að lokum afgangnum af kanilsykrinum yfir allt saman.

Mér finnst svo gott að hafa kökuna vel stökka að ofan og þess vegna spreyja ég með smá olíuspreyi (keypt tilbúið í spreybrúsa út í búð) yfir sykurinn. Það er ekki nauðsynlegt en ef maður sleppir því þá á sykurinn það til að vera pínu laus ofaná þegar hún er bökuð. Ef þetta er spreyjað með olíu verður sykurinn stökkur og góður.

Bakið kökuna í 175°c í 50 mín.

Kakan er mjög góð ein og sér, en enn betri með þeyttum rjóma.

IMG_9807

 

 

 

Share

WordPress Themes