Focaccia brauð
Þetta brauð hef ég gert mjög oft, enda er það alveg rosalega einfalt og erfitt að mistakast með það. Þetta passar mjög vel með pestó, ostum, hummus og svoleiðis – en er líka gott t.d. með súpum. Ég er oft með þetta í veislum og er þá með ýmislegt meðlæti með. Brauðið er best nýbakað, en það er líka mjög gott að frysta það og hita það svo örlítið þann dag sem á að nota það.
Ég nota grunn uppskrift af deiginu en svo er hægt að bæta hér um bil hverju sem er bæði út í deigið eða ofan á það. Athugið að ef það á eitthvað að fara út í deigið er best að setja það út í á sama tíma og vökvinn er settur. Það þarf líka að minnka magn vatns á móti ef það sem er sett út í er mjög blautt. Þá er best að setja ekki alveg allt vatnið út í strax heldur bæta frekar við ef þess þarf.
Focaccia brauð:
1 kg. hveiti
30 gr. hunang
30 gr. pressuger eða 21 gr. þurrger
10-15 gr. fínt salt (passa að setja ekki of mikið ef það er eitthvað í brauðinu sem gefur bragð, t.d. fetaostur eða sólþurrkaðir tómatar)
330 ml. volgt vatn
330 ml. heitt vatn
ólifuolía
krydd, hvítlaukur, sólþurrkaðir tómatar, fetaostur, ólífur eða það sem manni dettur í hug hverju sinni.
Hveiti sett í skál. Gerið leyst upp í volgu vatni ásamt hunanginu. Þetta sett útí hveitið. Saltið leyst upp í heitu vatni og svo bætt út í hveitið. Ef það á að vera eitthvað í brauðinu eins og sólþ. tómatar(skornir í minni bita) eru þeir settir í áður en er hnoðað. Minnka vatnsmagnið örlítið ef það sem er sett í er blautt.
Hnoða vel (deigið á að vera blautt samt) og láta hefast í lágmark klst. Setja olíu á bökunarplötu, þrýsta deiginu niður svo að þetta verði svona 1,5 cm. þykk “kaka”. Þetta fyllir eiginlega út í plötuna (líka hægt að gera nokkrar minni kökur) Svo er kryddað með olíu+kryddum.
Ég mauka oftast hvítlauk, og blanda með kryddi(timjan, oregano, basilika) og grófu salti og olíu og svo skellti ég þessu ofaná. Svo eru “potað” með puttunum þannig það verði svona holur og kryddið festist betur. Látið hefast aftur í 45 mín. og svo bakað við 220° í 15-20 mín, eða þangað til brauðið er fallega brúnt.
No Comments
No comments yet.
RSS feed for comments on this post.
Leave a comment