Ostabrauðrúlla með bláberjasultu

Ég elska osta og finnst heitir ostabrauðréttir æðislegir. Rakst á uppskrift um daginn að súpereinföldum slíkum rétt, rúllutertubrauð, ostur og sulta – gerist ekki einfaldara. Hér kemur uppskriftin. Ath. að myndin sem fylgir er af rúllunni áður en hún fer inn í ofn, ég steingleymdi að taka mynd þegar hún var komin út.

Ostabrauðrúlla með bláberjasultu:

1 rúllutertubrauð

2 Camembert eða Brie ostar

Sirka 1/2 krukka af bláberjasultu – eða blandaðri berjasultu

2 msk. rjómaostur

1 eggjarauða.

Rifinn ostur

 

Rúllutertubrauðið er rúllað út og smurt með þunnu lagi af sultu. Það þarf að passa að setja ekki of mikið því þá verður þetta of sætt. Osturinn er svo skorinn í bita og raðað á og svo er þessu rúllað saman.

2 msk. rjómaostur og 2 msk. sulta eru hituð þannig að auðvelt sé að hræra þetta saman. Þegar það er búið er þetta tekið af hellunni og einni eggjarauðu blandað saman við. Þetta er látið kólna aðeins áður en þessu er smurt yfir rúlluna. Að lokum er rifnum osti dreift yfir alla rúlluna.

Hún er svo bökuð í sirka 15-20 mín við 180°C.

Share

No Comments

No comments yet.

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

WordPress Themes