Ferskt salsa
Þegar ég geri mexikóskan mat finnst mér eiginlega nauðsynlegt að hafa gott heimagert ferskt salsa með. Þótt það sé svolítil fyrirhöfn er það algjörlega þess virði. Maður getur svo gert þetta eins sterkt og maður sjálfur vill og jafnvel kryddað þetta meira en ég geri. Hér er uppskriftin eins og ég geri þetta.
Ferskt salsa
ca. 5 vel þroskaðir (helst eldrauðir) tómatar
1/2 rauðlaukur
2-3 hvítlauksrif
pínu salt
1/2 lime (safinn notaður)
Ferskt kóríander (1/2 knippi sirka)
(ferskt chili)
Tómatarnir eru skornir í mjög litla teninga, eiginlega hakkaðir eins smátt og hægt er. Það sama er gert við rauðlaukinn. Hvítlaukurinn er annað hvort hakkaður mjög smátt eða pressaður í hvítlaukspressu. Því meiri hvítlaukur þeim mun sterkara verður þetta. Kóríanderið er saxað smátt og svo er þessu öllu blandað vel saman. Lime safinn er kreystur út í og þetta er svo saltað eftir smekk (passa að salta ekki of mikið og smakka til). Ef maður vill hafa þetta enn sterkara er hægt að hakka ferskt chili smátt – en mér finnst þetta yfirleitt alveg nógu sterkt svona án þess að nota chili.
1 Comment
Other Links to this Post
Hér er matur um mat… » Enchiladas a ‘la Unnur — 24/07/2012 @ 02:17
RSS feed for comments on this post.
Leave a comment