Guacamole

Það eru örugglega til endalaust margar uppskriftir að guacamole, en þar sem ég vil hafa þetta einfalt en bragðgott enda ég alltaf á að gera þetta eins, eða mjög svipað. Hér er mín uppskrift:

Guacamole

1 stórt þroskað avocado eða 2 lítil
1 msk. sýrður rjómi
ca. 1/4 rauðlaukur
2-3 tsk. salsa
1/2 lime
(ferskt Kóríander)
(1 hvítlauksrif)

Avocadoið er skorið í tvennt og steinninn fjarlægður. Svo nota ég oftast skeið til að skafa aldinkjötið innan úr hýðinu. Smá bútur af rauðlauk er sett í skál ásamt avocadoinu, ofan í þetta set ég sirka 1 msk. af sýrðum rjóma. Ég set sýrða rjómann því mér finnst verða svo góð áferð á þessu, en hann er alls ekki nauðsynlegur. í staðinn fyrir að krydda sérstaklega skelli ég svo 2-3 tsk. af salsa út í þetta – það gefur ferskt og gott bragð. Svo kreisti ég hálft lime út í þetta. Oftast set ég svo líka ferskt kóríander út í, einfaldlega af því að ég elska kóríander og það passar mjög vel út í guacamole. En það má alveg sleppa því. Stundum set ég hvítlauk líka, en þar sem ég er oft með mikinn hvítlauk í matnum auk þess sem ég er með hvítlauk í ferska salsanu sem er oftast með matnum þá sleppi ég því oftast.

Þetta er svo allt maukað saman, annað hvort með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Þar sem það er bæði rauðlaukur og salsa út í þessu þá verður þetta oftast ekki alveg eins skærgrænt og guacamole er oft. En mér finnst það ekki skipta öllu máli þar sem þetta er svo bragðgott.

Share

1 Comment

Other Links to this Post

  1. Hér er matur um mat… » Enchiladas a ‘la Unnur — 24/07/2012 @ 02:18

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

WordPress Themes