Gúllassúpa

Þessi súpa er mjög einföld og mjög matarmikil – geri hana reglulega því hún er heldur ekki mjög dýr. Svo er hún alls ekki óholl heldur. Þessa súpu er gott að gera með smá fyrirvara því hún er alltaf best ef hún fær að malla lengi. Hún er líka rosalega góð daginn eftir.

 

Gúllassúpa:
Tími: 1,5-2 klst.
Þetta er frekar stór uppskrift, dugar fyrir alveg 8 manns.

700 gr. nautagúllas
3-4 hvítlauksrif
2 laukar
2 paprikur
2 teningar af kjötkrafti
2 litlar dósir af tómatpúrru
3 bökunarkartöflur
6-8 gulrætur
2 msk. paprikuduft
pipar (svartur)
smá chilikrydd
salt eftir smekk
2-3 l. vatn

 

Hvítlaukurinn er skorinn smátt eða pressaður, laukurinn saxaður og þetta steikt upp úr smá olíu þar til þetta mýkist. Paprikan er skorin smátt og sett út í ásamt kjötin og steikt þangað til búið er að brúna kjötið. Bætið paprikudufti, svörtum pipar, kjötkrafti, tómatpúrru og vatni út í. Látið malla við vægan hita í lágmark 40-60 mín.
Á meðan er gott að flysja kartöflur og gulrætur og skera niður í litla bita. Þetta er svo sett út í og látið malla áfram þangað til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Ætti að taka svona 20-30 mín. Í lokin er gott að smakka þetta til með salti og pipar og chilikryddi.

Gott að bera fram með sýrðum rjóma og góðu brauði.

Share

No Comments

No comments yet.

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

WordPress Themes