Karamellu skúffukaka

Þetta er upphaflega uppskrift sem ég bakaði og fannst vanta eitthvað í, þannig ég breytti henni aðeins. Bætti púðursykri í staðinn fyrir sykur og gerði karamellukrem ti lað setja ofaná. Útkoman er að mínu mati algjört sælgæti, mjúk og bragðgóð karamellusúkkulaðikaka með ótrúlega góðu kremi. Í uppskriftinni eru pekanhnetur, en það má alveg sleppa þeim fyrir þá sem borða ekki hnetur.

Karamelluskúffukaka og karamellukrem:

Tími: 60 mín (20 mín undirbúningur, 20 mín bakstur, 10 mín krem)
Hiti: 175°C

5 dl. hveiti
5 dl. púðursykur
1/2 tsk. salt
4 msk. kakó
230 gr. smjör
2,5 dl. sjóðandi vatn
1,25 dl. súrmjólk eða ab-mjólk
2 egg
1 tsk. matarsódi
1 tsk. vanilludropar

 

Krem:

200 gr. smjör
2,5 dl. púðursykur
1 dl. mjólk
1 tsk. vanilludropar
6,5 dl. flórsykur
1,25 dl. hakkaðar pekanhnetur
(2 msk. kakó) – ef maður vill smá súkkulaðibragð af kreminu

 

IMG_9431Blandið saman hveiti, sykri og salti í skál. Bræðið smjörið í potti og bætið út í kakói og hrærið. Bætið svo vatni út í og látið malla í sirka hálfa mínútu.  Hellið svo blöndunni  yfir hveitiblönduna og hrærið varlega saman þannig þetta sé nokkurn vegin blandað saman.

 

IMG_9435Setjið eggin í skál og hrærið þau aðeins. Bætið út í súrmjólk, matarsóda og vanilludropum og hrærið létt saman. Bætið blöndunni út í hina blönduna og hrærið saman.

Hellið blöndunni í form. Stærð formsins fer eftir því hversu háa köku þið viljið. Ég myndi mæla með formi sem er sirka 40 x 25 cm..

Bakið kökuna við 175°C í 20 mín.

 

Krem:

Á meðan kakan bakast er upplagt að gera kremið. Byrjið á því að hakka pekanhneturnar smátt. Mér finnst best að rista þær svo aðeins á pönnu, en það er ekki nauðsynlegt.

Bræðið smjörið í potti og bætið púðursykri út í. Látið malla í smá stund þangað til þetta blandast vel og verður eins konar þunn karamella. Hrærið stöðugt í pottinum á meðan til að þetta brenni ekki. Bætið svo mjólkinni útí og hrærið. Látið suðuna koma upp og takið svo af hellunni. Bætið svo vanilludropum og flórsykri út í og að lokum hnetunum. Ef maður vill fá smá súkkulaðibragð af kreminu er 2 msk. af kakói bætt út í á sama tíma og vanilludropunum. Hrærið vel svo að sykurinn leysist almennilega upp.

Gott er að láta kremið kólna aðeins svo það sé ekki of þunnt þegar það er sett á kökuna. Þetta er frekar stór uppskrift af kremi og það þarf því ekki að nota það allt á kökuna.

IMG_9591

 

Share

No Comments

No comments yet.

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

WordPress Themes