Einföld salatdressing með hunangi og sinnepi
Þessi er mjög einföld og tekur enga stund að hræra saman. Það má líka útfæra hana á ýmsa vegu. T.d. sleppa hunangi til að minnka sætuna, bæta við kryddjurtum eða hvítlauk og bara nota hugmyndaflugið :). Ég nota einfaldlega glerkrukku til að búa dressinguna til í. Auðvelt að hrista hana saman og svo geymi ég afgangana í krukkunni.
Hunangs-sinneps dressing:
1 dl. góð olía (t.d. ólífuolía, en ég nota oft bara þá olíu sem ég á til)
4 msk. balsamic edic
1 – 1,5 msk. gott sinnep
1 msk. hunang
salt + pipar eftir smekk
Öll hráefni eru sett í glerkrukku eða annað ílát sem gott er að hrista í. Lokið sett á og þetta hrist vel þannig þetta blandist vel saman. Einnig hægt að nota skál og hræra kröftulega.
No Comments
No comments yet.
RSS feed for comments on this post.
Leave a comment