Banana- og perumauk

Strákurinn minn er algjör mathákur og hakkar flest allt í sig – en í sérstöku uppáhaldi eru ávaxtamaukin eins og banana og perumaukið. Mér finnst svo gott að eiga alls konar maukaða ávexti í frystinum til að setja út í grautinn á morgnanna. Þegar ég fer að gefa venjulegan hafragraut er einmitt gott að nota svona til að gera hann næringarríkari en líka til að kæla grautinn ef hann er of heitur. Maukið hentar best að nota út í grauta. Það er líka hægt að gefa það eitt og sér – en það verður frekar þunnt og fljótandi og því getur verið erfitt að gefa það þannig. Mikill kostur að það er mjög einfalt að útbúa það. Það þarf ekki að sjóða neitt, bara afhýða og mauka.

Banana- og perumauk:

Hentar frá 6 mánaða
Geymist í 1 mánuð í frysti eða 1 dag í lokuðu íláti í ísskáp.

2 bananar
2 vel þroskaðar perur

Afhýðið ávextina og skerið kjarnan úr perunum. Maukið allt saman annað hvort með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
Hægt að frysta t.d. í ísmolaboxum eða stærri boxum.

 

IMG_9818

Share

No Comments

No comments yet.

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

WordPress Themes