Ótrúlega einfalt pottabrauð með stökkri skorpu

Ég elska nýbökuð brauð, ennþá heit þannig smjörið bráðnar og osturinn mýkist smá. Eini gallinn er að það tekur svo langan tíma að baka brauð. Þau þurfa að hefast og svo framvegis. Þess vegna finnst mér æðislegt að það séu til uppskriftir sem gera ráð fyrir því að maður geri deigið að kvöldi til, láti það hefast yfir nóttu og bakir svo um morguninn. Þessi uppskrift er svoleiðis, auk þess sem það þarf ekkert að hnoða þetta deig. Brauðið er bakað í potti inn í ofni (hægt að nota hvaða pott sem er svo framarlega sem hann má fara inn í ofn – s.s. engin plasthandföng) og verður það til þess að skorpan verður ótrúlega stökk og góð en brauðið mjúkt og gott inní. Það má líka leika sér aðeins með þessa uppskrift og bæta út í hana einhverju bragðbætandi eins og rifnum osti, kryddi, rúsínum eða já hverju sem manni dettur í hug. Þetta brauð hentar vel bara með smjöri og osti, en er líka ótrúlega gott með pestó og gott að bera fram með súpum.

 

Pottabrauð:

Tími: 15 mín undirbúningur kvöldið áður 30 mín hefast á borðinu + 45 mín í ofni
Hiti: 230°C

7,5 dl. hveiti
1 tsk. salt
1/2 tsk. þurrger
4 dl. vatn
1-2 dl. af rifnum osti eða öðru bragðbætandi t.d. venjulegur eða mexikóostur, sólþurrkuðir tómatar eða hverju sem manni dettur í hug.

IMG_1170Þurrefnum er blandað saman í vel rúmri skál og því næst er vatninu og osti eða öðru þ.h. bætt við og blandað með sleif. Þetta á að vera blautt – svolítið eins og þykkur grautur. Það þarf ekki að hnoða, heldur er nóg að hræra kröftulega til að allt blandist vel saman.

 

IMG_1172Þegar búið er að blanda þessu vel er plastfilma sett yfir skálina og hún látin standa (alls ekki í kæli) í lágmark 12 klst.

 

 

 

IMG_1180

Þegar deigið hefur fengið að hefast í 12-18 klst. er hveiti sett á borð og deiginu hvolft á það. Deigið er mótað eins og hægt er í kúlu, hún þarf alls ekki að vera fullkomin. Gott er að vera með nóg af hveiti á höndum og borði því þetta getur klístrast. Þegar búið er að móta þetta er plastfilman sett yfir og þetta látið standa svona í 30 mín.

IMG_1189Á meðan beðið er eftir deiginu er kveikt á ofninum og potturinn settur inn til að hann hitni. Það er hægt að nota hvernig pott sem er, svo framarlega sem hann þolir að fara í ofninn. Ég hef sjálf notað stálpott, teflon pott úr Ikea og svo pott úr steipujárni – allt þetta hefur dugað. Eftir 30 mín er potturinn tekinn út – ath. hann er MJÖG heitur- og deigið sett í pottinn. Lokið er svo sett á og potturinn settur inn í ofninn.

 

IMG_1197Brauðið er bakað í 30 mín, en þá er lokið tekið af pottinum og brauðið bakað í 15 mín. í viðbót án loks. Þá fær það fallegan lit og skorpan verður enn betri. Þegar brauðið er tilbúið er það tekið úr ofninum og úr pottinum og látið kólna í smá stund áður en það er borið fram.

 

 

IMG_1203

 

 

Share

No Comments

No comments yet.

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

WordPress Themes