Karamellusnittur með piparkökubragði

í fyrra gerði ég alveg rosalega einfaldar og góðar karamellusnittur, eða karamellulengjur eins og sumir kalla þær. Ég lofaði þá líka að birta uppskrift að aðeins jólalegri útgáfu af þeim, þ.e. með piparkökubragði. Svo leið tíminn og allt í einu var allt of mikið að gera í jólaundirbúning – þannig það gleymdist algjörlega. Hér kemur loksins uppskriftin – þessar eru rosalega einfaldar, mjög jólalegar og góðar. Slá alltaf í gegn hér á bæ 🙂

Karamellusnittur með piparkökubragði:
Fjöldi: sirka 50-60 stk.
Ofnhiti: 180°C annað hvort blástur eða undir og yfirhita
Tími: undirbúningur 20 mín. Bakstur 12-15 mín.

200 gr. mjúkt smjör
2,25 dl. sykur
4,5 dl. hveiti
3 msk. síróp
2 tsk. matarsódi
2 tsk. vanillusykur (má líka nota vanilludropa)
2 tsk. mulin engifer (í góðu lagi að sleppa)
2 tsk. kanill
1 tsk. mulin kardimomma
2 tsk. mulinn negull

 

IMG_0639Stillið ofninn á 180°C. Blandið öllum hráefnum saman í skál þannig þetta verði að þéttu deigi. Ef smjörið er ekki nógu mjúkt er sniðugt að hnoða þetta í höndunum til að þetta blandist vel.

 

 

IMG_0643Gerið 5-6 rúllur úr deiginu og setjið á ofnplötu með bökunarpappír. Hafið ágætt bil á milli rúllanna því þær fletjast út við baksturinn. Þrýstið smá á þær svo að þær fletjist út. Gerið rendur á þær með gaffli til að fá fallegt munstur.

 

BIMG_0644akið í ofni í 12-15 mín, allt eftir því hversu stökkar þær eiga að vera. Ef þær eru bakaðar stutt verða þær frekar mjúkar og seigar, en ef þær eru bakaðar lengi verða þær frekar stökkar. Þegar þetta er komið úr ofninum eru lengjurnar skornar á ská í sirka 2 cm. breiðar sneiðar. Að lokum er þetta látið kólna áður en þetta er borðað af bestu lyst 🙂 Þessar smákökur geymast best í lokuðu íláti.

IMG_0717

Share

No Comments

No comments yet.

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

WordPress Themes