Posts tagged: haframjöl

Haframjöls og rúsínukökurnar hennar langömmu

Þriðja sortin sem ég baka fyrir þessi jóla er haframjöls og rúsínukökurnar sem hún Ásdís langamma mín gerði alltaf. Ég reyndar breytti aðeins til og dýfði nokkrum þeirra að hluta til í súkkulaði, kemur svo bara í ljós hvort það verði vinsælla en þær sem eru án súkkulaðis.

Hér er uppskriftin:

Haframjöls og rúsínukökurnar hennar langömmu:

4 bollar haframjöl
3 bollar hveiti
4 bollar sykur
2 bollar rúsínur
400 g. Smjörlíki
2 tsk. matarsódi
2 egg

Haframjöl, rúsínur og smjörlíki er hakkað saman í matvinnsluvél.
Svo er restinni blandað saman við og hnoðað vel.

Rúllur búnar til sem eru svo skornar í sneiðar og settar á plötu.

Bakað við 170°-190°c (fer eftir ofni, lægri í blásturs). Í nokkrar mín, um 5-12 mín (þangað til fallega brúnar)

 

Share

Smákökur með kanil, súkkulaði og höfrum

Ég geri alltaf sömu smákökurnar, ár eftir ár, en þetta árið ákvað ég að prófa eitthvað nýtt. Ég fann þessa uppskrift í Gestgjafanum, en breytti henni örlítið og prófaði að gera hana í gær. Ég varð heldur betur sátt við hana, þessar smákökur eru æði! Mæli hiklaust með henni. Ekki flókin uppskrift heldur.

Smákökur með kanil, súkkulaði og höfrum:

115 gr. sykur

200 gr. púðursykur

225 gr. smjör, mjúkt

2 egg

1 tsk. vanilludropar

1 msk. síróp

145 gr. hveiti

5 tsk. kanill

1 tsk. matarsódi

1/2 tsk. salt

1/2 tsk. múskat

300 gr. suðusúkkulaði – saxað

240 gr. haframjöl

 

Hitið ofninn í 180°C. Sykur og smjör hrært saman vel. Egg, vanilludropar, sírópi bætt saman við blönduna. Hveiti, kanill, matarsódi, salt og múskati blandað saman og síðan bætt út í sykurblönduna. Að lokum er súkkulaðinu og haframjölinu bætt út í og hrært saman. Degið er sett á bökunarpappírsklædda ofnplötu með teskeið (eða matskeið ef þær eiga að vera stórar) og svo bakað í 10-12 mín. Kökurnar þurfa að kólna í smá stund áður en þær eru teknar af plötunni.

Share

WordPress Themes