Posts tagged: marengs

Kókos-marengsterta

Það er ekki hægt að halda veislu án þess að vera allavega með eina marengstertu þessa dagana. Amma mín er marengstertusnillingur og þess vegna fannst mér sjálfsagt að leita til hennar til að fá hina fullkomnu uppskrift. Mér finnst samt svo skemmtilegt að breyta til þannig ég breytti henni aðeins – bætti við kókos og kókosbollum og úr varð Kókos-marengsterta 🙂

Kókos-marengsterta

Marengs:
4 eggjahvítur
200 gr. sykur
4 dl. rice crispies
1 dl. kókos
1 tsk. lyftiduft

Krem:
3 eggjarauður
1/4 plata suðusúkkulaði
1 rúlla róló
Flórsykur

2,5 dl. rjómi
3-4 kókosbollur

Eggjahvítur og sykur eru stífþeyttar þangað til hægt er að hvolfa skálinni án þess að innihaldið renni úr. Rice crispies, kókos og lyftidufti er bætt varlega saman við.

Best er að nota kringlótt kökuform og teikna eftir því á tvær arkir af smjörpappír. Setja svo marengsinn inn í hringina þannig að úr verði tveir jafn stórir kringlóttir marengsbotnar.
Baka svo á 100°gr. í allavegana 2 klst. Passa að marengsinn er stökkur þegar hann er tekinn út. Hafa lengur, og jafnvel hækka hitann örlítið ef hann er ennþá mjúkur í miðjunni.

Þegar botnarnir eru tilbúnir eru þeir látnir kólna. Rjóminn er þeyttur og kókosbollurnar kramdar og hrærðar saman við rjómann. Þetta er sett á annan botninn og hinn settur ofaná.

Að lokum er kremið gert. Þá eru eggjarauðurnar þeyttar ásamt 40-60 gr. af flórsykri þannig að þetta verði þykk “leðja” – gæti þurft meira/minna af flórsykri eftir því hve stórar eggjarauðurnar eru. Súkkulaði og róló er brætt saman og bætt út í eggja og sykurblönduna. Hrært saman og ef þetta er of þunnt er meri flórsykri bætt út í. Þessu er svo hellt yfir kökuna.

Mér finnst best að setja kökuna saman kvöldið áður en hún er borin fram. En það fer allt eftir því hversu blaut hún á að vera. Það er líka hægt að útbúa hana löngu áður og frysta hana og taka hana þá út nokkrum klst. áður en veislan byrjar. Hún endist mjög vel í frysti.

 

Share

WordPress Themes