Einfalt eplapæ a’la Svíþjóð + karamellusósa
Svíar elska að gera allskonar pæ, eplapæ, berjapæ og svo framvegis. Oftast gera þeir það sem þeir kalla “Smulpaj”, en þá er ekki venjulegt deig heldur svona deigkurl (e. “crumble”). Þetta er alveg rosalega einfalt en samt mjög gott. Hér kemur grunn uppskriftin, en henni má breyta t.d. þannig að maður setur helming af haframjöli á móti hveitinu – það kemur vel út og er enn meira “crunchy”. Þessa dagana er svo í uppáhaldi eplapæ með svona deigi og karamellusósu yfir allt saman. Það verður alveg rosalega gott og er ekkert mikið tímafrekara, þannig ég læt uppskriftina af karamellusósunni fylgja, en það þarf alls ekki að nota hana, þetta er mjög gott án hennar líka.
Þessi uppskrift af deiginu dugar fyrir sirka 4-6:
Pædeig:
125 gr. smjör
3 dl. hveiti (eða 1,5 dl. hveiti og 1,5 dl. haframjöl)
1 dl. sykur
Ávextir:
3-4 dl. epli í sneiðum eða ber eða aðrir ávextir
1/2 – 1 1/2 dl. sykur (fer eftir því hversu súrir ávextirnir eru, fyrir eplapæ þarf sirka 1 dl.)
2-3 tsk. kanill ef þetta er eplapæ
Karamellusósa:
110 gr. smjör
3 msk. hveiti
1/2 bolli sykur
1/2 bolli púðursykur
1/4 bolli vatn
Smjörið er skorið í teninga eða minni bita og svo er því blandað saman við hveiti og sykur. Best að nota puttana til að mylja þetta saman, þannig úr verður eins konar mulningur.
Smjörið fyrir karamellusósuna er brætt í potti, hveitinu er bætt við og blandað saman. Sykrinum, púðursykri og vatni bætt út í og látið malla í 5 mín.
Ávextirnir eru blandaðir saman við sykur (+ kanil) og svo settir í eldfast mót. Mulningnum stráð yfir og ef það á að vera karamellusósa er henni helt yfir þetta allt saman. Svo er þetta bakað við 200-225°C í sirka 20 mín, eða þangað til ávextirnir eru orðnir mjúkir.
Þetta bragðast mest með vanillurjóma í fernum frá Milda sem fæst í flestum búðum sjá hér, en það er líka gott að hafa ís eða venjulegan rjóma með þessu.