Posts tagged: Rice Krispies

Rice Krispies kökur

Síðan ég gerði döðlukonfektið með Rice Krispies um daginn er mig búið að langa mjög mikið í svona klassískar Rice Krispies kökur, svona með súkkulaði í muffinsformum – þannig ég ákvað að skella í eina uppskrift og tók í leiðinni mynd af þessu. Svona uppskrift eiga flestir til, en ég skelli henni inn samt sem áður. Þessi útgáfa er mátulega klístruð og bragðgóð að mínu mati. Svo framarlega sem maður setur ekki of mikið af Rice Krispies í súkkulaðiblönduna þá haldast kökurnar vel saman.

Rice Krispies kökur:
Tími: 20-30 mín + 30 mín til að kæla í ísskáp

100 gr. súkkulaði
60 gr. smjör
5 msk. síróp
5 dl. Rice Krispies

Súkkulaði, smjör og síróp er brætt saman á lágum hita í potti. Þegar þetta er alveg bráðið og er Rice Krispies bætt út í og hrært saman. Svo er þetta sett í muffins form. Ég nota oftast lítil mini muffins form því mér finnst það hæfilegir munnbitar fyrir svona, en það er í góðu lagi að nota venjuleg form.
Að lokum er þetta látið kólna, inn í ísskáp eða í lengri tíma við stofu hita.

Share

WordPress Themes