Posts tagged: rúsínur

Haframjöls og rúsínukökurnar hennar langömmu

Þriðja sortin sem ég baka fyrir þessi jóla er haframjöls og rúsínukökurnar sem hún Ásdís langamma mín gerði alltaf. Ég reyndar breytti aðeins til og dýfði nokkrum þeirra að hluta til í súkkulaði, kemur svo bara í ljós hvort það verði vinsælla en þær sem eru án súkkulaðis.

Hér er uppskriftin:

Haframjöls og rúsínukökurnar hennar langömmu:

4 bollar haframjöl
3 bollar hveiti
4 bollar sykur
2 bollar rúsínur
400 g. Smjörlíki
2 tsk. matarsódi
2 egg

Haframjöl, rúsínur og smjörlíki er hakkað saman í matvinnsluvél.
Svo er restinni blandað saman við og hnoðað vel.

Rúllur búnar til sem eru svo skornar í sneiðar og settar á plötu.

Bakað við 170°-190°c (fer eftir ofni, lægri í blásturs). Í nokkrar mín, um 5-12 mín (þangað til fallega brúnar)

 

Share

WordPress Themes