Posts tagged: Tómatsósa

Kokteilsósa

Mér finnst kokteilsósurnar sem hægt er að kaupa ekkert rosalega góðar, aðeins of mikið af majonesi og svona. Þannig ég geri oft þessa mína eigin. Uppskriftin hér að neðan er með sirka magntölum, best að smakka sig til með þetta.

Kokteilsósa

1 dós sýrður rjómi
sirka 1,5 dl. majones ( ég set yfirleitt jafn mikið af majonesi og ég set af sýrðum rjóma, en fyrir hollari sósu má minnka majonesmagnið – best að smakka bara til)
3-4 msk. tómatsósa
1-1,5 msk. Worchestshire sósa
0,5 msk. sinnep, gott að nota t.d. hunangssinnep

Öllu blandað saman, best að smakka til og bæta við ef þess þarf. Það er líka gott að setja smá chilitómatsósu í staðinn fyrir hluta af tómatsósunni, þá verður þetta aðeins meira spicy.

Share

WordPress Themes