Hæ…

… og velkomin á bloggið mitt!

Ég er tölvunarfræðingur en hef alltaf haft gríðarlegan áhuga á matargerð og bakstri. Það er ekki það einfaldasta í heimi að sameina þetta tvennt og þess vegna hef ég verið að tölvulúðast á vinnutíma, en eytt stórum hluta af frítímanum í eldamennsku, uppskriftalestur, bakstur, matarpælingar og allt annað sem gæti tengst því. Ég á mér safn af uppáhalds uppskriftum og er oft að prófa eitthvað nýtt og hef einstaklega gaman að því að miðla því til annarra. Þess vegna varð þessi síða til… Hér mun ég því ræða mat, matargerð, bakstur og allt annað sem getur mögulega tengst þessu á einhvern hátt.

Síðan er á algjöru byrjunarstigi. Útlit og margt annað er ekki tilbúið og mun því breytast með tímanum. Ég mun flokka uppskriftirnar eftir bestu getu, en mun einnig notast við s.k. “tags” til að auðvelt sé að leita í þessu, því stefnan er að síðan verði stútfull af uppskriftum.

Vonandi mun þetta koma einhverjum að notum, ef ekki þá er ég allavegana að fá útrás fyrir mataráhugann án þess að þurfa að drekkja facebookinu í þessu 🙂

 

Ps. Ég er ekki sú sleipasta í stafsetningu og íslenskri málfræði en ég vona að þið afsakið það… nenni ekki að láta lesa allar færslur yfir 😉

 

Share

4 Comments

  • By Elías Raben, 12/12/2011 @ 00:02

    Hæhæ
    þú ert uppáhalds kokkurinn minn og ég elska þig, hrikalega flott síða hjá þér 🙂

  • By Gyða Lind, 12/12/2011 @ 00:50

    Ég mun sko fylgjast með þessari síðu! 😉

  • By Frímann, 12/12/2011 @ 03:11

    Þetta er flott síða hjá þér Unnur Karen. Innilega til hamingju með síðuna. Mér finnst betra að það séu mögulega einhverjar stafsetningarvillur, því ég er alveg vonlaus í stafsetningu. Stundum finnst mér flott að hafa y í orðum og þá geri ég það. Svo man ég ekki endilega eftir því hvernig ég gerði síðast og þá kemur kannski einhver önnur vitleysa hjá mér. Síðan þín er fín og ég er viss um að eftir nokkra mánuði verður hér góður uppskriftabanki.

  • By Unnur Karen, 12/12/2011 @ 10:50

    Takk takk 🙂

Other Links to this Post

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

WordPress Themes