Smákökur með kanil, súkkulaði og höfrum
Ég geri alltaf sömu smákökurnar, ár eftir ár, en þetta árið ákvað ég að prófa eitthvað nýtt. Ég fann þessa uppskrift í Gestgjafanum, en breytti henni örlítið og prófaði að gera hana í gær. Ég varð heldur betur sátt við hana, þessar smákökur eru æði! Mæli hiklaust með henni. Ekki flókin uppskrift heldur.
Smákökur með kanil, súkkulaði og höfrum:
115 gr. sykur
225 gr. smjör, mjúkt
2 egg
1 tsk. vanilludropar
1 msk. síróp
145 gr. hveiti
5 tsk. kanill
1 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt
1/2 tsk. múskat
300 gr. suðusúkkulaði – saxað
240 gr. haframjöl
Hitið ofninn í 180°C. Sykur og smjör hrært saman vel. Egg, vanilludropar, sírópi bætt saman við blönduna. Hveiti, kanill, matarsódi, salt og múskati blandað saman og síðan bætt út í sykurblönduna. Að lokum er súkkulaðinu og haframjölinu bætt út í og hrært saman. Degið er sett á bökunarpappírsklædda ofnplötu með teskeið (eða matskeið ef þær eiga að vera stórar) og svo bakað í 10-12 mín. Kökurnar þurfa að kólna í smá stund áður en þær eru teknar af plötunni.
By kolla, 12/12/2011 @ 20:02
ég sé ekki egg í uppskriftinni en þú talar um það í textanum?!? er egg eða ekki 😉 ?
By Unnur Karen, 12/12/2011 @ 20:28
Jú það eru 2 egg í henni, einhverra hluta hefur mér tekist að gleyma þeim.. en er búin að laga það! takk fyrir að láta mig vita 🙂