Mjög einfalt bananabrauð

Þegar maður á banana á síðasta snúning er algjör snilld að búa til bananabrauð, og ég get lofað því að það vekur alltaf lukku bæði hjá gömlum sem ungum. Það eru til endalaust margar útgáfur af uppskriftum að bananabrauði – mis hollar og mis einfaldar. Ég hóf einhvern tíman leit að hinni fullkomnu uppskrift og prófaði þessa. Hún er svo einföld og bragðgóð að ég hef ekki prófað margar fleiri. En næst á dagskrá er samt að finna einhverja hollari uppskrift því þessi er ekkert sérlega holl.
En hún er það einföld að nánast hver sem er getur bakað þetta auk þess sem þetta tekur enga stund í undirbúning, mesti tíminn fer í bakstur í ofninum.

Einfalt bananabrauð

3 bananar (helst vel þroskaðir)
3 egg
1,5 bolli hveiti (1 bolli ca. = 2,5 dl.)
1 bolli sykur
1 tsk. matarsódi
1 tsk. salt
smjör til að smyrja formið

 

Byrjið á því að stilla ofninn á 175°C. Bananarnir eru svostappaðir saman með gaffli. Best að gera þetta bara beint í skálinni sem á að nota fyrir deigið.

 

 

Næst er öllu hinu bætt út í og svo er þetta hrært saman með gafflinum. Það á ekki að hræra neitt rosalega vel, heldur aðallega blanda þessu saman.

 

 

Formið er smurt með smjöri og svo er deiginu hellt í það.

Þetta er svo sett í ofninn og bakað í sirka 50-60 mínútur. Svo tekið út og látið kólna örlítið áður en þetta er skorið í sneiðar og borðað af bestu lyst, gjarnan með smjöri og jafnvel osti.

 

 

Share

No Comments

No comments yet.

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

WordPress Themes