Sveskjumauk

Um daginn þegar ég var að skoða Gerber krukku af sveskjumauki komst ég að því að í krukkunni er aðeins 28% sveskjur. Mér finnst það skuggalega lágt hlutfall, sérstaklega miðað við það sem hver krukka kostar. Svona mauk er ótrúlega vinsælt, sérstaklega þegar litlu krílin stíflast af öðrum mat. Þá er gott að setja smá mauk út í grautinn eða annan mat. Eða gefa það eintómt.

Það er mjög lítið mál að búa til sveskjumauk sjálfur, og margfalt ódýrara og því tilvalið að hafa það fyrstu maukuppskriftina hérna á síðunni.

 

Sveskjumauk:

Hentar frá 6 mánaða
Geymist í 2 mánuði í frysti eða sirka 2 daga í ísskáp.

1 poki af sveskjum
Vatn

Til að hægt sé að mauka sveskjurnar þarf að mýkja þær fyrst og þá er hægt að nota tvær aðferðir, leggja í bleyti yfir nótt eða sjóða þær.

IMG_9714

Sveskjurnar eru settar í skál og vatni hellt yfir þannig það fljóti yfir þær. Svo eru þær látnar liggja í vatninu í lágmark 5 klst., sniðugt að láta þær liggja í bleyti yfir nótt.

Hin aðferðin hentar vel fyrir þá sem eru óþolinmóðir eins og ég, en það er að setja þær í pott, setja vatn svo það fljóti yfir og sjóða svo í 10 mín. sirka.

Sveskjurnar eru svo maukaðar í matvinnsluvél eða með töfrasprota og vatnið sem þær lágu í/voru soðnar í er notað til að þetta verði hæfilega þykkt. Það þarf að nota frekar mikið vatn og oft þarf jafnvel að bæta við smá vatni úr krananum.

Maukið má frysta t.d. í ísmolaboxi. Því meira vatn því harðari verða molarnir. Ef lítið vatn er sett í það er jafnvel hægt að hafa það í stærra boxi og taka alltaf jafn óðum úr boxinu með skeið.

IMG_9728

Share

No Comments

No comments yet.

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

WordPress Themes