Sveppasósa með osti og rjóma

Ég á mér uppáhaldssósu sem er góð með langflestum mat, þó í aðeins mismunandi útfærslum. Hún er líka svo einföld og klikkar aldrei. Uppskriftin dugar fyrir svona 4

Rjómasveppaostasósa

0,5 l. matreiðslurjómi
450 gr. sveppir, annað hvort eitt box eða einn poki af frystum sveppum frá Euroshopper.
0,5-1 stk. villisveppaostur, eða piparostur ef maður vill fá meira piparbragð
smá hveiti (eða sósujafnari) til að þykkja sósuna ef hún er of þunn
Soð af kjöti/kjúkling ef það er til
Kjötkraftur, salt, pipar

 

Sveppir eru steiktir í smá olíu. Ef þetta eru frystu sveppirnir myndast ágætis magn af vökva sem ég reyni oftast að taka frá og geyma á meðan ég steiki sveppina aðeins betur. Smá vatni bætt út á sveppina (0,5 dl.) eða vökvinn sem var á sveppunum eða soð af kjöti ef það er til(soðinu má líka bæta við þegar rjóminn er kominn út í). Osturinn rifinn. Hálfur ostur dugar, en ef maður vill mikið ostabragð er notaður heill. Rjómanum er bætt út í ásamt ostinum og svo er þetta látið malla í 5-10 mín, eða þar til þetta þykknar aðeins. 0,5-1 kjötkraftur er settur út í ásamt pipar ef það á við. Best að smakka sig til og nota þau krydd sem henta kjötinu. T.d. nota ég pipar ef ég er með nautakjöt. Ef ég er með kjúkling nota ég aðallega soðið af kjúklingnum og kjúklingakraft. Ef ég er að elda lambalæri nota ég soðið af því. Hægt er að nota blöndu af hveiti og vatni eða sósujafnara til að þykkja sósuna í lokin.

 

Share

No Comments

No comments yet.

RSS feed for comments on this post.

Leave a comment

WordPress Themes